Ferill 562. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 697  —  562. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um börn á flótta.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hefur verið sett reglugerð um hagsmunamat barna á flótta á grundvelli 7. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, sbr. 5. mgr. sömu greinar? Ef ekki, hvað líður þeirri vinnu í ráðuneytinu?
     2.      Hvaða úrbótatillögur sem lagðar voru til í skýrslunni Samantekt um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi frá desember 2020 hafa komið til framkvæmda? Er nú unnið að framkvæmd fleiri tillagna í ráðuneytinu?


Skriflegt svar óskast.